.comment-link {margin-left:.6em;}

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

 
Snjór, snjór, snjór, , , , ,

og ég auðvitað ekki komin með vetrardekkin undir.
Skil þetta ekki !!!!
Er aldrei komin með vetrardekkin undir áður en það fer að snjóa eða frysta eða bara áður en veturinn byrja.
Þetta er mér fullkomin ráðgáta.

Smá um síðustu afrek mín að tæma launareikninginn minn.

Er búin að versla svo mikið af flugmiðum að ákveðið flugfélag fer ekki á hausinn. Gerðist svo kræf að fara í "punktaferð" til Íslands og ef vildarklúbburinn hefði haft sýnu fram hefði ég á endanum greitt fyrir þennan miða u.þ.b. sama og ég hefði greitt fyrir venjulegann lucky miða, með sama flugi báðar leiðir.
Þeir eru alveg ótrúlegir þessir Flugleiðamenn.
Númer eitt verður maður að borga flugvallaskatt, 500 sænska ríkisdali.
Númer tvö þurfti ég að borga 450 sænska rikisdali þar sem það vantaði 4.500 punkta upp í 38.000 punkta í vildarferð (þeir upprættu 10.000 punkta af reikingnum mínum nokkrum mánuðum áður).
Númer þrjú ættluðu þeir að rukka mig um 500 sænska rikisdali fyrir að biðja um breytingu á dagsetningu brottfarar, en svo gáfu þeir sig útafþvíað þeir voru ekki búnir að gefa út miðann.
Númer fjögur ættluðu þeir að rukka mig um 250 danska ríkisdali fyrir að prenta út miðann í Kaupmannahöfn og senda hann úr miðborginni útá Kastrúp þar sem ég átti að ná í hann.

Þá trompaðist ég fullkomlega, þar sem EF ég hefði samþykkt allar þessar álögur hefði miðinn verið orðinn dýrari en ef ég hefði keypt hann á netinu, miði sem ég prenta sjálf út í tölvunni minni og gengur alveg príðilega að ferðast á. Þremur dögum áður en ég fór í loftið kostaði þessi e-miði 1.670 danska ríkisdali.

Til hvers er maður svo að vera í þessum vildarklúbb ??????

Á ég ekki að senda stjórn Flugleiða afrit af þessum hugrenningum ?

Ýr.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?