.comment-link {margin-left:.6em;}

sunnudagur, apríl 25, 2004

 
Lífið er dásamlegt, dallurinn kominn í . . . . .

Á föstudaginn gerðist það. Báturinn fór á flot. Alveg frábær tilfinning. Að vísu fossaði vatn inn í bátinn, pumpan hélt undan og bara einum og hálfum sólarhring síðar var hann svo til þéttur. Að vísu hefði ég getað notað nokkra daga í viðbót til að pússa og lakka, en einhverntíma verður maður að setja punktinn yfir i-ið og hann var sjósettur á föstudaginn og hana nú.

Bless í bili
Ýr

mánudagur, apríl 05, 2004

 
Jæja, enn sú mikla munnræpa, bara skriftað á bloggið oft . . . .

Ég er nú ekki búin að blogga um áhugamál mitt. BÁTINN, já, ég er það sem er kallað á íslensku "útgerðarmaður án kvóta". Er semsagt eigandi að 41 árs gömlum eikarbát. Þessi bátur er alger tímasóun. Það er, hann tekur allann tíma sem maður hefur fyrir utan þrælahaldið á atvinnumarkaðnum. Það þarf að klappa þessum bát all ærlega á vorin. Núna er ég að taka yfirbygginguna í geng. Skafa allt lakk av, nýjar þéttingar svo hann leki ekki og nýtt lakk og og og og . . . . . . .
Að maður ekki tali um botninn. Ekki minn botn, heldur botninn á bátnum, þarf armennilega eitraða þekju sem er ekki hægt að fá í Svíariki sem er búinn að banna alla eiturmálningu sem er leifð á öðrum stöðum. Jæja, allavega bátur verður settur á flot eftir ca 2 vikur og verður í algerum luxus klassa því að hann verður algerlega fullkomlega indislega fallegur. Set mynd á síðuna þegar ég er búin að fatta hvernig maður gerir það.

Góða nótt í bili . . . . .

föstudagur, apríl 02, 2004

 
Well well

Ég er nú sú al latasta í þessum bransa. Einn póster í mánuði.

Það sem veldur þessu orðæði nú er smá lífsreynsla sem ekki er algerlega óþekkt fyrir mig.

Ég get byrjað á að segja frá einum viðskiptavini sem varð eginlega hálfgerður vinur. Það er svo með nokkra viðskiptavini sem koma og fara að nokkrir verða "trúnaðarvinir". Ég verð auðvitað að ljóstra því upp hér með, að svona vinskapur verður alltaf í eina átt þar sem maður getur ekki orðið trúnaðar vinur viðskiptavina, en viðskiptavinir geta orðið trúnaðarvinir manns. Þetta er alltaf einhliða skamskipti, en sumir eiga smá meira pláss í hjarta manns en aðrir. Jæja, þessi umræddi karlmaður sem ég þekkti í 4 ár, eða þar til hann dó, trúði mér fyrir atriði sem lá honum mjög á hjarta. Það er svo að margir vilja létta á því sem þyngir samvisku þeirra áður en þeir yfirgefa þetta jarðlíf. Þessi príðis maður átti mörg samtöl við mig um lífið og tilveruna, og lífið og dauðann. Eitt af því sem hann vildi losa sig við af samvisku sinni var viðhorf hans og gerðir gagnvart kvennfólki sem á vegi hans varð meðan á aktívu vinnulífi stóð. Þessi góði maður var auðvitað ekki fullkominn frekar en við hin, en hann var verkfræðingur og vann sem slíkur í áhrifastöðu. Það sem lá honum á hjarta var að létta samvisku sína "til mín" um hvað hann sá eftir hvernig hann hafði komið fram við konur á sínum atvinnu-lífsferli. Þetta lá það þungt á honum að það tók hann (að ég held) næstum eitt ár að losna við þetta af samviskunni. Eitt af því sem hann sagði hljómaði svona: ég sé eftir því hvað ég kom oft fram við konur á niðurlægjandi hátt, gerði lítið úr þekkingu og kunnáttu þeirra, hindraði þær meðvitandi í að komast áfram og ná að ná frama í kerfinu og færa fram sína þekkingu og getu. Þetta sagði hann beint við mig án þess að hika, án þess að færa þetta í eitthvað orðaskrautflúr, án þess að biðjast afsökunar, án þess að geta betrum bætt hvað hann hafði gert, án þess að geta framfært neina afsökun til þeirra sem greinilega höfðu liðið fyrir, án þess að hafa neina von um að betrumbæta neitttttt........

Þá kem ég að mínu vandamáli. EÐA réttara sagt, kem að því að ég neyðist til að vera samvistum á vinnumarkaðnum með karlkúkum með vandamál varðandi sin samskipti við HITT kynið. Karlkúkar sem eru svo óöruggir með sjálfa sig að þeir hafa ekki í dag eða nokkurn annan dag í lífi sínu neina virðingu fyrir konum, sem ekki eru þjónustupíkur fyrir þá og horfa á þá með "aðdáun" á því hvað þeir eru stórir og merkilegir og dugleigir og svo framvegis...........

Hvernig fyndist ykkur að sitja á fundi þar sem rætt er hverjir eigi að gera vissa hluti, einn karlinn segir að honum finnist að 3 persónur eigi að gera þetta. Svo segir einn af 3 að hann vilji ekki gera það og bendi á að það sé ein persóna (af vitlausu kyni, ég) sem sé full fær um að gera það og hafi áhuga á að gera það. Svarið frá karlpungnum er þá að allt í einu er of mikið á það séu 3 sem geri hlutinn, það sé of mikið, nú er alveg grundvallaratriði að það séu bara 2 sem geri það.

Halló, hvað þýðir þetta,,,,,,,,,,

This page is powered by Blogger. Isn't yours?