.comment-link {margin-left:.6em;}

þriðjudagur, október 28, 2003

 
Stafsetning.,.,.,.,.,.,.,
Í sænska sjónvarpinu var í gær þáttur um karl einn sem býr hér nálægt Gautaborg. Hann er svolítið "spes" eins og sumir segja. Hann var dæmdur sem alger slóði og dummskalle í skóla þar sem hann gat ekki skrifa "rétt" stafsetningarlega, fékk allt til baka frá kennurunum með rauðum strikum. Stráksi auðvitað nennti ekki að læra eða pæla í skóla. Fékk dóminn lesblindur og gat aldrei stautað fram úr bók. Nú nú. Svo liðu árin og hann lennti á glapstigum og var settur í steininn. Í búrinu við hliðina, var gæji sem sat illilega inni fyrir alslags antisocial behavior (m.a. morð). Sá gaf gæjanum það ráð að ef honum leiddist fangelsi skyldi hann hætta svona afbrotavitleysu og það eina sem hann gæti gert eða dundað sér við í fangelsinu væri að fara á bókasafnið og LESA.
Og viti menn, karlinn er nú kominn til ára sinna, gráhærður með skegg, trúlega rúmlega 65 ára. Hann á bókasafn upp á fleiri þúsund titla, er frumkvöðull og uppfinningarmaður. Smíðar báta. Navigerar eftir einhverjum undarlegum gömlum aðferðum. Hefur siglt þessi líka ósköp, hringinn í kringumkúluna kanski. Allt saman einsamall. smá bátskríli, heimagerð. Frábært ekki satt. Álitinn hálfgerður sauður og aumingi í uppvexti, of heimskur til að geta neitt eða læra neitt. Skólakerfið er alveg merkilegt fyrirbæri.

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?