.comment-link {margin-left:.6em;}

þriðjudagur, júní 08, 2004

 
Sú pennalata er bara að tékka inn

Hér í Gautaborg gengur lífið sinn vana gang. Það er víst annað með ástandið á klakanum, Óli bara farinn að þenja pinnann og ættlar að fara að stjórna stóru symfóníunni. Því miður held ég að þetta fara í bál og brand fyrir hann, sérstaklega þar sem hann ættlar að bæði éta kökuna og eiga hana. Ég verð nú að segja það að ég hef aldrei verið imponeruð af þessum manni, enda yfirlýstur stuðningsmaður annars frambjóðenda á sínum tíma þegar Óli vann.....

Jæja nóg um það, landinn vill halda lögunum eins og þau eru, vandinn er að skapstórir menn eins og Dabbi eru bara komnir í skammakrókinn og landinn á eftir að fá bakreikninginn. Það er nú ekki ókeypis að flakka með þjóðaratkvæðagreiðslu um svona hluti sem fulltrúarlýðræði á að sjá um. Til hvers er liðið að velja fulltrúa til að sitja á þingi til að sjá um þessi venjulegu mál eins og heilbrigðiskerfið, skólarnir, löggæslan, og bara þjóðfélagið í sinni venjulegu mynd FÚNKI. Að mínu áliti þá eru hlutir sem þjóðin þarf að taka afstöðu til eitthvað sem markar stefnubreytingu hjá þjóðinni, eitthvað sem þýðir grundvallar breytingu,,,,
Allavega finnst mér fullkomlega tími til kominn að hið svokallaða frelsi fjölmiðla sé skilgreint á einhvern hátt. Og til að hafa þetta frelsi á einhvern hátt ljóst fyrir venjulegu fólki er nauðsynlegt að maðurinn á götunni geti verið viss um það að fjölmiðlar séu hlutlausir. Grundvallar atriði sem markar hlutleysi fjölmiðla (það er þeirra sem flytja fréttir og umræðu um þjóðmálin) að þeir séu ekki í eigu fjármála aðilja sem notfæra sér aðstöðu sína, samanber Berlúskóní í Ítalíu.

Lífið smá bjartara fyrir bátinn minn. Hann er kominn á nýjan stað í höfninni (Hinsholmen), sem er í skjóli fyrir suðvestan vindum. Nýtt battarí. bara að fá tækifæri til að lakka eina umferð í viðbót á doghásið og þakið, og bara fylla nýtt loft í nýju fendrana og bara tvinna reipi um fendrana og bara hreynsa smá og bara vaska upp og þá þá þá er hún tilbúin fyrir sumarið sem er held ég komið, jibbí ,,,,,,

Skerjagarðurinn hér er unaðslegur, jafnvel þegar vindur blæs og dallurinn vaggar og lífið er unaðslegt, maður pikkar út hvar maður er með GPS og kortinu og bara það að koma í skjól og lognan sæ og góða gestahöfn og bara fílaðað,,,, húha, er eitthvað yndilegra. Góður matur, kanski af grilli eða bara af meistara kokknum, moi,,,, uhmmmm ferlega unanðslegt.

Bara get ekki haldið áfram, komin með krampa í puttana og bara .,.,.,.,.,.,

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?